FORSALA – Útgáfudagur: 25. júlí 2025
ATH! Árituð eintök verða afhent eftir Verslunarmannahelgi.
Platan Lífið er ljúft frá árinu 1993 hefur verið uppseld á vínyl í nokkurn tíma en er nú aftur fáanleg á glæsilegum grænum split vínyl í takmörkuðu upplagi en einnig á hefðbundnum svörtum vínyl.
Platan inniheldur nokkur af þekktustu lögum Bubba eins og Sem aldrei fyrr, Það er gott að elska og Afkvæmi hugsana minna.
Hægt er að fá plötuna áritaða. Áritun er sjálfvalin í fellilistanum.
ATH. Ef fleiri vörur eru í pöntuninni eru allar vörur sendar þegar forsöluvaran er tilbúin til afhendingar. Ef valið er að sækja í verslun er hægt að sækja þær vörur um leið og þær eru tilbúnar til afhendingar.
Lagalisti
1. Sem aldrei fyrr
2. Það er gott að elska
3. Leiðin til San Diego
4. Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador
5. Við tvö
6. Öldueðli
7. Horft til baka
8. Afkvæmi hugsana minna
9. Lukkan og ég
10. Útsýnið er fallegt
11. Sum börn