BÁÐAR SMÁSKÍFUR TRÚBROTS FRÁ 1970 Á EINNI 10” PLÖTU .
PLATAN INNIHELDUR AUKALAG SEM EKKI HEFUR ÁÐUR VERIÐ GEFIÐ ÚT Á VÍNYLPLÖTU.
10" kemur annars vegar út í takmörkuðu upplagi í 100 eintökum á lituðum split vínyl og hins vegar á hefðbundnum svörtum vínyl.
Fyrstu fimm lögin á plötunni voru hljóðrituð 15. mars 1970 í Metronome Studios í Kaupmannahöfn og komu út á tveimur litlum plötum sem báru raðnúmerin: DK 1693 og DK 1694, það sama ár.
Lagið Breyttu bara sjálfum þér var hljóðritað á sama tíma og fyrsta plata sveitarinnar, Trúbrot, 20. október 1969 í Trident Studios, London og var aldrei ætlað til útgáfu. Fyrir algera tilviljun fannst segulband með upptöku af laginu og var það gefið út sem aukalag á fyrstu CD útgáfu plötunnar árið 1992, þar sem hlutur Karls Sighvatssonar orgelleikara og Gunnars Jökuls Hákonarsonar trommuleikara þykir einkar athyglisverður.
Það þótti við hæfi að setja öll þessi lög á einu og sömu plötuna, þar sem hljómsveitin Trúbrot var skipuð sama mannskap þegar lögin voru hljóðrituð.
Lagalisti
HLIÐ A
1. Starlight
2. Hr. Hvít skyrta og bindi
3. A Little Song of Love
HLIÐ B
1. Ég sé það
2. Ég veit að þú kemur
Aukalag
3. Breyttu bara sjálfum þér