FORSALA – ÚTGÁFUDAGUR OG AFHENDING: 22. nóvember 2024
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru kunnug flestum landsmönnum eftir að hafa komið víða við í sinni tónlistarsköpun undanfarin ár. Hljómplata þeirra, Tíu íslensk sönglög, sló rækilega í gegn við útgáfu hennar árið 2022 og nú hafa þau slegið höndum saman á ný og hljóðritað splunkunýja hljómplötu með jólalögum. Nokkur jólaleg lög kemur út 22. nóvember og inniheldur lög á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin, Heim til þín og fleiri perlur. Auk þess að innihalda fyrsta söngdúett GDRN og Bríetar inniheldur platan frumsamið lag eftir GDRN og Magnús sem KK flytur með þeim
Platan kemur út á tveimur litum rauðum og hvítum. Hvít liturinn kemur út í takmörkuðu upplagi.
Hægt er að fá plötuna áritaða af Guðrúnu og Magnúsi Jóhanni. Áritun er sjálfvalin í fellilistanum.
ATH. Ef fleiri vörur eru í pöntuninni eru allar vörur sendar þegar forsöluvaran er tilbúin til afhendingar. Ef valið er að sækja í verslun er hægt að sækja þær vörur um leið og þær eru tilbúnar til afhendingar.
Lagalisti
Hlið A
1. Yfir fannhvíta jörð
2. Heim til þín
3. Komdu um jólin
4. Það sem jólin snúast um (ásamt KK)
5. Þín hvíta mynd
Hlið B
6. Úti er alltaf að snjóa
7. Jólin eru að koma
8. Eitt lítið jólatré
9. Veðrið er herfilegt (ásamt BRÍET)
10. Er líða fer að jólum
11. Hvít jól (ásamt Óskari Guðjónssyni)