Egill Ólafsson - tu duende - el duende

Egill Ólafsson - tu duende - el duende

Verð 11.990 kr á tilboði

✔ Free cancelation

✔ No credit card fees

Þessi tvöfalda, hæggenga plata er tileinkuð öllum þeim frábæru listamönnum sem ég kynntist, sem barn, í gegnum Ríkisútvarpið og kenndir eru við latínsk – karíbska músík. Þar á meðal eru; Harry Belafonte, Lee Hayes, Pete Seeger, A.C.Jobim, Luiz Bonfá, Celia Cruz og eru þá aðeins örfáir taldir.
Einnig Vestur-Afrísku listamönnunum, sem ég kynntist löngu síðar og vann með; þeim Ze Manél og öðrum meðlimum hljómsveitarinnar Super Mama Djombo, frá Guinea Bissau, en tónlist þeirra sækir rætur sínar í  „tribal – music“ sem er upprunalega sprottin af sama grunni og karíbska músíkin –  af æva fornri menningu Vestur – Afríku.  

Tónlistin þekkir engin landamæri, hún ferðast með fólki, sjálfviljugu eða ánauðugu og tekur stöðugt á sig nýjar myndir og birtist í nýjum afbrigðum – og hér er mitt tillegg.

 

Egill Ólafsson