Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og danski píanistinn Ulrich Stærk gefa út nýjan geisladisk sem mun heita Songs of Longing and Love. Þau fengu Stefan Sand til þess að semja fimm sönglög við verk fjögurra norrænna kvenljóðskálda a á fjórum mismunandi norrænum tungumálum. Ljóðskáldin eru Anne Vad frá Danmörku, Urd Johannesen frá Færeyjum, Ingrid Storholmen frá Noregi og Sigurbjörg Þrastardóttir frá Íslandi.
Flokkurinn hefur hlotið heitið Songs of Longing and Love og hann mun kallast á við ljóðaflokk Richards Wagner, Fünf Gedichte von Mathilde Wesendonck, betur þekktan sem Wesendonck-ljóðin sem einnig er á geisladisknum.
Diskurinn var tekinn upp í Garnison kirkjunni í Kaupmannahöfn í maí 2024 og júní 2025 og kemur út þann 25. október næstkomandi með útgáfutónleikum í Norðurljósasal Hörpu.
Tónmeistari er Ragnheiður Jónsdóttir.