Haf er fyrsta plata Curver en hún kom út árið 1994 hjá Smekkleysu.
Í tilefni 30 ára afmælisins kemur hún út á vínyl í sérstaklega vandaðri viðhafnarútgáfu.
Hún var endurhljómjöfnuð (remastered) af Curver sjálfum og kemur út á fagurbláum 140 gr. "marbled" vínyl og í gatefold umslagi. Auk þess sem veglegt upplýsinga- og úrklippusafn fylgir með plötunni.
Takmarkað upplag í einungis 200 tölusettum eintökum.
Lagalisti
- Stiginn
- Rautt Hús Brennur
- Kalt
- Dýpi
- Á
- Engill
- Í Fallinni Borg
- 19