FORSALA – ÁÆTLUÐ ÚTGÁFA OG AFHENDING: 9. janúar 2026
ATH. Ef fleiri vörur eru í pöntuninni eru allar vörur sendar þegar forsöluvaran er tilbúin til afhendingar. Ef valið er að sækja í verslun er hægt að sækja þær vörur um leið og þær eru tilbúnar til afhendingar.
ELLY VILHJÁLMS – LÖG ÚR SÖNGLEIKJUM OG KVIKMYNDUM
60 ára afmælisútgáfa
Árið 2026 fagnar platan Lög úr söngleikjum og kvikmyndum 60 ára afmæli. Í tilefni þess kemur platan aftur út á vínyl á glæsilegum marmara lit. Í ár er þess minnst að Elly hefði orðið 90 ára, en hún lést árið 1995 langt um aldur fram.
Platan var tekin upp í London árið 1966 og er fyrsta íslenska hljómplatan sem tekin er upp í stereo. Hljómsveit Vic Ash sá um undirleik og útsetningar gerði Tony Russell.
Lagalisti
- Um þig
- Þetta Kvöld
- Uns ég fann þig
- Ég veit hann þarf mín við
- Í nótt
- Ég vildi dansa í nótt
- Meir
- Hve glöð ég er
- Allt mitt líf
- Hve heitt ég elska þig
- Hvers konar bjálfi er ég?
- Mackie hnífur