Hera - Hera
Verð
3.990 kr
á tilboði
✔ Free cancelation
✔ No credit card fees
Söngkonan Hera Hjartardóttir sendir frá sér nýja plötu sem ber heitið ‘Hera’. Þetta er hennar tíunda breiðskífa og í þetta skiptið er það Barði Jóhannsson sem stýrir upptökum.
Meðal laga á plötunni eru 'How Does a Lie Taste?’ sem kom út síðasta haust og hefur fengið góða spilun í útvarpi og ‘Process’ sem náði meðal annars fyrsta sætinu á vinsældarlista Rásar 2.
Hera hefur að mestu leyti búið á Nýja Sjálandi undanfarin 24 ár, en er nú flutt aftur heim til Íslands. Platan hefur verið í vinnslu í rúm 3 ár og er tekin upp á Íslandi, Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum og masteruð í Bretlandi. Þetta er fyrsta sólóplata Heru í rúm 8 ár og sú fyrsta sem kemur út á vínyl ásamt því að koma út á geisladiski.
Lögin eru mjög persónuleg og snúast meðal annars um það að stoppa, hugsa og finna tengingu við náttúruna og núið.
Lagalisti
1. Awake For Hours
2. Process
3. Coldest Evenings
4. How Does A Lie Taste?
5. Let It Be Easy
6. Cool It
7. Simple
8. How Dare You Leave
9. Let's Have A Party
10. Pale Blue Light
11. Yours