Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson gefa út hljómplötuna Fermented Friendship 20. september. Þeir hljóðrituðu plötuna í Norðurljósasal Hörpu í maí 2023 eftir vetrarlangt undirbúningsferli. Hljómplatan inniheldur nýjar tónsmíðar þeirra beggja þar sem dúnmjúkur hljómur Óskars nýtur sín vel í samtali við fagran píanóleik Magnúsar. Við upptökurnar var góður andi enda upptökustjórinn Bergur Þórisson á tökkunum og öll ljós slökkt nema í stökum lömpum á miðju gólfinu. Þessi stemning lýsir ágætlega anda plötunnar og þeirri tónlist sem hún inniheldur. Það er eilítið hauströkkur. Plötuumslagið hannar Halldór Eldjárn, ljósmyndina á bakhliðinni tók Eva Schram, listmálarinn Steingrímur Gauti ljáir plötunni verk sín og Bergur Ebbi ritar texta sem fylgir plötunni.
A hlið:
1. Jóhannes Kjarval
2. Greindargerjun
3. Achari Gosht
4. Hundaeigandi
5. Stelpuskott
B hlið:
1. Tilfinningatöffarinn
2. Virðátta
3. Salt & Vinegar
4. Lykt
5. Full Bleed