Úlfur Úlfur - Hamfarapopp
Úlfur Úlfur - Hamfarapopp

Úlfur Úlfur - Hamfarapopp

Verð 4.990 kr á tilboði

✔ Free cancelation

✔ No credit card fees

Hamfarapopp er fjórða stóra plata rappdúettsins Úlfur Úlfur, sú fyrsta síðan 2017 þegar Hefnið okkar kom út. Sveitin er á kunnuglegum slóðum og vegur salt á milli rapps og popps líkt og á fyrri verkum.  Hér er óneitanlega bjartara yfir öllu, þar sem hljóðheimurinn er stór og marglaga og naskar melódíur á hverju strái. 

„Platan er alíslensk, brúar bil borgarrómantíkur og landsbyggðarhversdagsins, djúps þankagangs og léttari, melankólískra lína og súrrealískra hendinga“ segir Arnar Eggert í gagnrýni sinni um gripinn.

Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó 5. apríl.

Lagalisti

1. Þú hér
2. Myndi falla
3. Annar vetur (feat. Emmsjé Gauti)
4. Kem inn (og rata ekki út)
5. Dínamít (feat Birnir)
6. Hamfarapopp (feat. Salka Sól)
7. Úrið mitt er stopp pt. 3 (feat. Saint Pete og Ungi Besti)
8. Sitt sýnist hverjum (feat. Herra Hnetusmjör)
9. Valkyrjur og vondir karlar (feat. Reykjavíkurdætur)
10. Fór sem fór
11. Salt (feat. Sin Fang)
12. Dumb